Persónuverndarstefna
Meðferð persónuupplýsinga
Persónuverndarstefna Lobbýsins gildir um gögn sem heimasíðan kann safna í gegnum vef sinn eða í gegnum önnur rafræn samskipti. Lobbýið hlítir lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem og ákvæði persónuverndarreglugerðar Evrópusambandsins, GDPR.
Lobbýið ber ábyrgð á meðferð upplýsinga sem fyrirtækið safnar um viðskiptavini sína og mun ávalt hafa öryggi og persónuvernd að leiðarljósi. Upplýsingar sem fyrirtækið safnar verða ekki notaðar af þriðja aðila.
Lobbýið safnar ekki ónauðsynlegum upplýsingum um viðskiptavini sína né starfsmenn. Gildir það um heimsóknir á vef Lobbýisins og önnur rafræn samskipti svo sem tölvupóstsamskipti.
Vafrakökur (e. cookies)
Vafrakökur (e. cookies) eru litlar textaskrár sem eru vistaðar á tölvunni þinni eða öðrum snjalltækjum sem þú notar til að heimsækja vefsíðu í fyrsta sinn. Vefkökurnar gera það að verkum að vefsíðan man eftir þér og hvernig þí notaðir síðuna í hvert sinn sem þú heimsækir hana aftur. Vefkökur innihalda ekki persónuupplýsingar á borð við nafnið þitt, netfang, símanúmer eða kennitölu. Vafrakökur hafa ákveðið gildistímabil og vafrinn eyðir kökunni þegar það er runnið út. Hver kaka er bundin við þann vefþjón sem sendi kökuna og aðeins sá vefþjónn fær að sjá upplýsingarnar sem kakan geymir.
Með því að samþykkja skilmála um notkun á kökum er okkur m.a. veitt heimild til þess að safna og greina upplýsingar eins og t.d.:
- Fjöldi gesta og fjöldi innlita frá gestum
- Lengd innlita gesta
- Hvaða síður innan vefsins eru skoðaðar og hversu oft
- Hvaða stýrikerfi og vafrar eru notuð til að skoða vefinn
- Hvaða leitarorð af leitarvélum vísa á vefinn
- Hvaða vefsvæði vísaði notanda á vefinn
- Hvenær dagsins vefurinn er skoðaður
Flestir vafrar bjóða uppá þann möguleika að vafrakökum séu ekki notaðar á viðkomandi heimasíðu. Hérna getur þú fundið leiðbeiningar um það hvernig hægt er að stilla notkun á vefkökum eða slekkur alfarið á notkun þeirra í hinum ýmsu vöfrum.
Vefmælingar
Vefur Lobbýsins notar Google Analytics til að mæla umferð á vefnum. Skráð eru atriði eins og IP tala viðkomandi vélar, frá hvaða vef var komið, gerð vafra og stýrikerfis sem og tími og dagsetning. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru skráðar þegar þú heimsækir vefinn og er tölfræðin aðeins notuð til að við getum bætt vefinn enn frekar, t.d. með því að skoða hvaða efni er vinsælt á vefnum hverju sinni og hvernig ásóknin er á vefinn.
Réttur þinn
Þú átt rétt á að fá aðgang að þeim persónuupplýsingum sem við kunnum að hafa um þig. Þú getur líka í sumum tilvikum átt rétt á að upplýsingar verði leiðréttar eða þeim eytt.
Ef þú vilt fá upplýsingar um persónugreinanlegar upplýsingar sem við kunnum að hafa um þig getur sent okkur tölvupóst á lobbyid@lobbyid.is.
Ef þú ert ósátt(ur) við vinnslu persónuupplýsinga hjá Lobbýinu getur þú sent erindi til Persónuverndar.